Teikningar á stefnumótunarfundum vekja mikla athygli

 In Fréttir

Elín Elísabet

RR ráðgjöf er í samstarfi við Elínu Elísabetu teiknara, listakonu og myndasöguhöfund. Teikningar Elínar Elísabetar frá íbúafundum á Austurlandi og vinnustofu um framkvæmdaáætlun í barnavernd fyrir Reykjavíkurborg hafa vakið mikla og verðskuldaða athygli. Teikningarnar setja umræðu og hugmyndir á vinnustofum og stefnumótunarfundum í nýtt og spennandi samhengi, og auka skilning og eignarhald þátttakenda á verkefninu. Verkkaupar geta nýtt teikningarnar í kynningar-og fræðsluefni um verkefnin.

 

 

Frá íbúafundi á Austurlandi

Elín er útskrifuð frá teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík og hefur fjölbreytta reynslu af teikningu, m.a. í samstarfi við The Reykjavík Grapevine, Forlagið, Borgarbókasafnið, Reykjavíkurborg, CenterHotels og fleira.  Elín sérhæfir sig meðal annars í heimildateikningu, þar sem viðburðum svo sem fundum, ráðstefnum, veislum o.þ.h. er myndlýst á staðnum. Þá eru teikningarnar unnar upp úr umræðum og/eða stemningu á viðburðinum og hengdar upp á vegg jafnóðum. Teikningarnar nýtast í kjölfarið í kynningar- og fræðsluefni eða til skemmtunar. Hér á síðunni má finna dæmi um teikningar Elínar frá fundum með RR ráðgjöf.

Vefsíða Elínar er www.elinelisabet.com

Recent Posts