Styrkir í stað jólagjafa til viðskiptavina

 In Fréttir

Í stað þess að gefa viðskiptavinum jólagjafir, eins og undanfarin ár, hefur RR ráðgjöf ákveðið að styrkja félagasamtök sem hafa bjargað mannslífum, veitt stuðning, von og gleði í miðjum heimsfaraldri. Því miður hefur eftirspurn eftir þjónustu Kvennaathvarfsins og Pieta samtakanna aukist á árinu, sem þó var of mikil fyrir. Þessi samtök hafa mætt þörf einstaklinga og fölskyldna í samfélaginu með mannúð og kærleika að leiðarljósi sem RR ráðgöf vill sýna virðingu í verki.

RR ráðgöf vill einnig styða við gleði og forvarnir sem íþróttafélagið Þróttur stendur fyrir, en þeir voru hársbreidd frá því að komast upp í 1. deild þegar mótið var blásið af. Þróttur er sameiningartákn og gleðigafi í sveitarfélagi sem hefur orðið fyrir miklum áhrifum af faraldrinum og því er það heiður að fá að styðja við félagið með þökk fyrir þeirra starf.

Teikning: Rán Flygenring fyrir Sveitarfélagið Suðurland.

Recent Posts