Páll Björgvin og Róbert í samstarf

 In Fréttir

Páll Björgvin Guðmundsson fyrrverandi bæjarstjóri í Fjarðabyggð og Róbert Ragnarsson hafa ákveðið að vinna saman að því að veita sveitarfélögum ráðgjöf. Páll Björgvin hefur fjölþætta stjórnunar- og sérfræðireynsla til 20 ára.  Hann var bæjarstjóri í Fjarðabyggð í átta ár og fjármálastjóri sveitarfélagsins í fjögur ár þar á undan.
Páll hefur auk þess átta ára reynsla úr bankakerfinu sem stjórnandi og sérfræðingur. Hjá Íslandsbanka sem útibússtjóri og sem sérfræðingur og forstöðumaður hjá Landsbankanum.

Páll hefur lokið MBA prófi frá University of Stirling í Skotlandi og B.Sc próf í viðskiptafræði af vörustjórnunarsviði frá Tækniháskóla Íslands.

Hann hefur reynslu af fjölbreyttum verkefnum sveitarfélaga og sem stjórnandi m.a. tekið þátt í tveimur sameiningaferlum á Austurlandi. Mikil atvinnuppbygging í Fjarðabyggð á síðustu árum kallaði á aukin umsvif stjórnsýslu og fjármála í sveitarfélaginu, sem Páll var virkur þátttakandi í.  Páll hefur átt sæti í stjórnum á vettvangi sveitarfélaga og stofnana í eigu sveitarfélaga.

Recent Posts