Jón Hrói Finnsson til liðs við RR ráðgjöf

 In Fréttir

Jón Hrói Finnsson stjórnsýslufræðingur hefur hafið störf sem stjórnsýsluráðgjafi hjá RR ráðgjöf. Jón Hrói hefur reynslu af ráðgjafastörfum, en hann starfaði sem stjórnsýsluráðgjafi hjá ParX – viðskiptaráðgjöf á árunum 2004-2006. Auk þess hefur hann mikla reynslu af störfum fyrir sveitarfélög sem stjórnandi og sérfræðingur; sem sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps, sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs Akraneskaupstaðar, sviðsstjóri búsetusviðs Akureyrarverið og þróunarstjóri Fjallabyggðar.

Jón Hrói er með embættispróf í stjórnsýslufræði frá Aarhus Universitet í Danmörku (Cand.Sci.Pol). Hann hefur m.a. reynslu af opinberum rekstri, verkefnum tengdum sameiningu sveitarfélaga, stefnumótun, áætlunargerð, mótun stjórnskipulags og greiningu verkferla. Í störfum sínum hefur hann öðlast mikla þekkingu á félagsmálum og þjónustu við fatlað fólk með sérstakar stuðningsþarfir.

Áhugamál Jóns Hróa eru vetraríþróttir, tónlist og matargerð. Jón Hrói á að baki landsleiki fyrir Íslands hönd í áströlskum fótbolta.

Recent Posts