Heimastjórnir vöktu athygli á ársfundi bæjarstjóra
Árlegur samráðsfundur framkvæmdastjóra sveitarfélaga fór fram í Hveragerði þann 2. maí síðastliðinn. Gestgjafar voru sveitarfélögin Árborg, Hveragerði og Ölfus og tóku Gísli Halldór, Aldís og Elliði á móti borgarstjóra, bæjarstjórum og sveitarfélögum af öllu landinu.
Á fundinum kynnti Róbert verkefnið Sveitarfélagið Austurland, ásamt Birni Ingimarssyni bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs. Verkefnið miðar að því að íbúðar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar kjósi um sameiningu sveitarfélaganna í haust.
Kynningin vakti mikla athygli og umræður, ekki síst hugmynd um heimastjórnir sem beri ábyrgð á tilteknum verkefnum sveitarfélagsins. Unnið er að útfærslu þeirrar hugmyndar í samstarfi við samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Vafalaust munu heimastjórnir verða fyrirmynd fyrir aðrar sameiningar í framtíðinni.