Fjarfundir eru framtíðin… og nútíminn

 In Fréttir

RR ráðgjöf hefur mikla reynslu af fjarfundum, jafnt fámennum sem fjölmennum og bjóðum við sveitarfélögum aðstoð við skipulagningu og stjórnun slíkra funda.

Á tímum samkomubanns vegna heimsfaraldurs er mikilvægt fyrir sveitarfélög að innleiða fljótt og vel notkun fjarfunda í samskiptum, hvort sem það er vegna sveitarstjórnarfunda, nefndafunda eða funda starfsfólks. Reglulegir stöðufundir eru mikilvægir til að miðla upplýsingum um aðgerðir og stuðla að samstöðu og ró meðal starfsmanna. Með fjarfundi er til dæmis hægt að ná til allra eða flestra starfsmanna með skjótum og ódýrum hætti.

RR ráðgjöf hefur þróað verklag við fjölmenna fjarfundi sem býður upp á gagnvirk samskipti fundarfólks og að ábendingum og athugasemdum sé safnað með kerfisbundnum hætti.

Sem dæmi má nefna að RR ráðgjöf hefur stýrt fjarfundum með tugum þátttakenda í verkefnunum Sveitarfélagið Austurland og Sveitarfélagið Suðurland. Ekkert er því til fyrirstöðu að boða hundruði þátttakenda til fjarfundar.

Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga má finna gagnlegar leiðbeiningar fyrir fjarfundi.

 

Recent Posts