Ferjuhöfnin Þorlákshöfn

 In Fréttir

Frá árinu 2017 hefur ferjan Mykines á vegum Smyril line Cargo siglt vikulega á milli Rotterdam í Hollandi, Þórshafnar í Færeyjum og Þorlákshafnar. Þorlákshöfn hefur sannað sig sem góður valkostur fyrir vöru- og farþega-flutninga með ferjum og skapað sér ákveðna sérstöðu á vöruflutningamarkaðinum.

Að meta áhrif stækkunar hafnarinnar í Þorlákshöfn á atvinnuþróun á Suðurlandi var áhersluverkefni í Sóknaráætlun Suðurlands árið 2019 og var RR ráðgjöf fengin að meta efnahagsleg og samfélags áhrif af uppbyggingu hafnarinnar.

Meginniðurstaða greiningarinnar er að Ferjuhöfnin Þorlákshöfn feli í sér tækifæri til vaxtar og nýsköpunar í atvinnulífi og skapar ný tækifæri fyrir útflytjendur um land allt. Góðar líkur eru á að fjárfesting í hafnarbótum skili sér til þjóðarbúsins á tiltölulega fáum árum vegna verðmætaaukningar og aukinnar framleiðslu í ferskvöru.
Ferjusiglingar um Þorlákshöfn hafa nú þegar stuðlað að nýjum viðskiptatækifærum og opnað nýja markaði, sérstaklega fyrir útflutning á ferskum afurðum þar sem afhendingaröryggi og flutningstími skiptir höfuðmáli.

Í viðtali við Hafnarfréttir vísar Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi til skýrslu RR ráðgjafar og segir að vöxtur hafnarinnar í Þorlákshöfn með áherslu á hlutverk hennar sem ferjuhafnar bæði fyrir vörur og fólk geti haft víðtæk áhrif um allt land. Sjá nánar hjá Hafnarfréttum.

„Myndi skila þjóðarbúinu efnahagslegum ábata til framtíðar“

.

Recent Posts
thingeyingur.is