Barnaþing umboðsmanns barna

 In Uncategorized

Umboðsmaður barna boðaði til fyrsta Barnaþings í Hörpu dagana 21.- 22. nóvember síðastliðinn. Barnaþingsfulltrúar voru um 150 börn á aldrinum 11-15 ára af öllu landinu. Barnaþing verður haldið annað hvert ár hér eftir.
RR ráðgjöf sá um umræðustjórn á þinginu, en markmið þingsins er að efla börn til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um málefni sem snerta þau.

Umræður á Barnaþingi voru skipulagðar með þjóðfundarfyrirkomulagi og fóru fram á 26 borðum. RR ráðgjöf sá um þjálfun borðstjóra, en í þeim hópi var mjög öflugt ungt fólk á aldrinum 18-30 ára. RR ráðgjöf hefur þróað verklag sem byggir á því að nýta gagnvirka upplýsingatækni í samráði. Þeim aðferðum var beitt í bland við þjóðfundaraðferðina. Elín Elísabet teiknari var eins og oft áður með okkur og teiknaði þátttakendur og hugmyndirnar sem komu fram.

Börnin lögðu mesta áherslu á umhverfismál, fræðslumál og réttindamál barna í umræðum á Barnaþingi. Sem dæmi má nefna að þau vilja draga úr sóun og auka endurvinnslu. Minnka heimanám og auka áherslu á hagnýtt nám. Þá leggja þau áherslu á að börn með fötlun njóti sömu tækifæra og önnur börn og að flóttafólk eigi öruggt skjól á Íslandi.

Nánari umfjöllun um Barnaþing má finna á heimasíðu umboðsmanns barna, en þar eru einstakar teikningar Elínar Elísabetar aðgengilegar.

Recent Posts
thingeyingur.is