RÁÐGJÖF

Fagleg & sérsniðin ráðgjöf

UM RR ráðgjöf

robert

Róbert Ragnarsson er reynslumikill stjórnandi og sérfræðingur úr opinbera geiranum. Hann hefur yfir tíu ára reynslu sem bæjarstjóri í Vogum og í Grindavíkurbæ, auk reynslu af sérfræðistörfum í stjórnarráðinu og kennslu á háskólastigi.

Róbert er með meistarapróf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, en varði tveimur árum við nám í Háskólanum í Árósum. Hann hefur kennt stjórnsýslufræði á meistarastigi við Háskóla Íslands og haldið fjölda fyrirlestra og námsskeiða um lagaumhverfi, skipulag og stjórnun hins opinbera. Hann hefur líka sinnt ráðgjöf við gerð lagafrumvarpa í samgönguráðuneyti og félagsmálaráðuneyti.

Róbert hefur átt sæti og sinnt formennsku í ýmsum nefndum og stjórnum félaga og stofnana í eigu sveitarfélaga.

Símanúmer Róberts er 6495535 og netfangið robert@rrradgjof.is

Jón Hrói Finnsson

Jón Hrói Finnsson hefur mikla reynslu af störfum í stjórnsýslu sveitarfélaga, auk reynslu af stjórnsýslu- og rekstrarráðgjöf. Hann hefur starfaði sem stjórnsýsluráðgjafi hjá ParX – viðskiptaráðgjöf, þróunarstjóri Fjallabyggðar, sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps, sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs Akraneskaupstaðar og sviðsstjóri búsetusviðs Akureyrar.

Jón Hrói er með embættispróf í stjórnsýslufræði frá Aarhus Universitet í Danmörku (Cand.Sci.Pol). Hann hefur m.a. reynslu af opinberum rekstri, verkefnum tengdum sameiningu sveitarfélaga, stefnumótun, áætlunargerð, mótun stjórnskipulags og greiningu verkferla.

Í störfum sínum hefur hann öðlast mikla þekkingu á félagsmálum og þjónustu við fatlað fólk. Jón Hrói hefur auk þess gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir þau sveitarfélög sem hann hefur starfað fyrir.

Símanúmer Jóns Hróa er 8409330 og netfangið jonhroi@rrradgjof.is

Elín Elísabet

Elín Elísabet Einarsdóttir er útskrifuð frá teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík og hefur fjölbreytta reynslu af teikningu, m.a. í samstarfi við The Reykjavík Grapevine, Forlagið, Borgarbókasafnið, Reykjavíkurborg, CenterHotels og fleira.  Elín sérhæfir sig meðal annars í heimildateikningu, þar sem viðburðum svo sem fundum, ráðstefnum, veislum o.þ.h. er myndlýst á staðnum. Þá eru teikningarnar unnar upp úr umræðum og/eða stemningu á viðburðinum og hengdar upp á vegg jafnóðum. Teikningarnar nýtast í kjölfarið í kynningar- og fræðsluefni eða til skemmtunar.

Símanúmer Elínar er 7745661 og netfangið elinelisa@gmail.com

VERKEFNIN

RR ráðgjöf er ráðgjafafyrirtæki með sérþekkingu á stjórnsýslu, rekstri og málefnum sveitarfélaga. RR ráðgjöf sinnir verkefnum sem varða stjórnsýslu, stjórnun, rekstur og stefnumótun. Við stærri verkefni, eða verkefni sem krefjast sérþekkingar sem við búum ekki yfir, hefur RR ráðgjöf sett saman hóp sérfræðinga úr öðrum greinum. Samstarfsaðilar RR ráðgjafar eru á sviði félagsráðgjafar, lögfræði, fjármála, vinnusálfræði, verkfræði, almannatengsla og arkitekturs. Samstarf er við Elínu Elísabetu teiknara um heimildateikningu á stefnumótunarfundum.

Dæmi um verkefni.

 • Gerð stofnskjala og samninga
 • Gerð tillagna um breytingar á þjónustu við börn með fötlun og sérþarfir
 • Námskeið fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk um stjórn og starfsumhverfi sveitarfélaga
 • Ráðgjöf við sameiningu og stofnun félaga og sveitarfélaga
 • Ráðgjöf við samskipti við stjórnvöld
 • Ráðgjöf við stefnumótun
 • Ráðgjöf við uppbyggingu stjórnskipulags og ferla
 • Stjórnsýsluúttektir
 • Rekstrarúttektir
 • Stjórnandi og ráðgjafi í tímabundin verkefni hjá sveitarfélögum
 • Úttekt á skipulags- og byggingamálum
 • Úttekt og mat á álagi í félagsþjónustu og barnavernd
 • Verkefnastjórn og innleiðing

VIÐSKIPTAVINIR

Flestir viðskiptavina RR ráðgjafar eru sveitarfélög og fyrirtæki í eigu sveitarfélaga.

Meðal viðskiptavina eru:

 • Akraneskaupstaður
 • Akureyrarbær
 • AtVest
 • Bergrisi bs. Málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi
 • Eyþing, samtök sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum
 • Fjölbrautaskóli Suðurnesja
 • Fjórðungssamband Vestfirðinga
 • Hafnarfjarðarbær
 • Hvammur, Dvalarheimili aldraðra Húsavík
 • Húnaþing vestra
 • HS Orka hf.
 • Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
 • Norðurþing
 • Reykjanesbær
 • Reykjavíkurborg-velferðarsvið
 • Reykjavíkurborg-skóla-og frístundasvið
 • Samtök Sjávarútvegssveitarfélaga
 • Samstarfsnefnd um sameiningu Sandgerðisbæjar og Sv. Garðs
 • Samstarfsnefnd um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar
 • Suðurnesjabær
 • Sv. Skagafjörður
 • Sv. Ölfus
 • Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja
 • Vestfjarðastofa
 • Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita bs.

HAFA SAMBAND

NETFANG

robert@rrradgjof.is

jonhroi@rrradgjof.is

RR ráðgjöf ehf.

kt. 611118-1040

SÍMI

649-5535

840-9330

Hverfisgata 4-6

101 Reykjavík