RÁÐGJÖF

Fagleg & sérsniðin ráðgjöf

UM RR ráðgjöf

robert-1

Róbert Ragnarsson er reynslumikill stjórnandi og sérfræðingur úr opinbera geiranum. Hann hefur yfir tíu ára reynslu sem bæjarstjóri í Vogum og í Grindavíkurbæ, auk reynslu af sérfræðistörfum í stjórnarráðinu og kennslu á háskólastigi.

Róbert er með meistarapróf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, en varði tveimur árum við nám í Háskólanum í Árósum. Hann hefur kennt stjórnsýslufræði á meistarastigi við Háskóla Íslands og haldið fjölda fyrirlestra og námsskeiða um lagaumhverfi, skipulag og stjórnun hins opinbera. Hann hefur líka sinnt ráðgjöf við gerð lagafrumvarpa í samgönguráðuneyti og félagsmálaráðuneyti.

Róbert hefur átt sæti og sinnt formennsku í ýmsum nefndum og stjórnum félaga og stofnana í eigu sveitarfélaga.

Símanúmer Róberts er 6495535 og netfangið robert@rrradgjof.is

jon-hroi

Jón Hrói Finnsson hefur mikla reynslu af störfum í stjórnsýslu sveitarfélaga, auk reynslu af stjórnsýslu- og rekstrarráðgjöf. Hann hefur starfaði sem stjórnsýsluráðgjafi hjá ParX – viðskiptaráðgjöf, þróunarstjóri Fjallabyggðar, sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps, sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs Akraneskaupstaðar og sviðsstjóri búsetusviðs Akureyrar.

Jón Hrói er með embættispróf í stjórnsýslufræði frá Aarhus Universitet í Danmörku (Cand.Sci.Pol). Hann hefur m.a. reynslu af opinberum rekstri, verkefnum tengdum sameiningu sveitarfélaga, stefnumótun, áætlunargerð, mótun stjórnskipulags og greiningu verkferla.

Í störfum sínum hefur hann öðlast mikla þekkingu á félagsmálum og þjónustu við fatlað fólk. Jón Hrói hefur auk þess gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir þau sveitarfélög sem hann hefur starfað fyrir.

Símanúmer Jóns Hróa er 8409330 og netfangið jonhroi@rrradgjof.is

freyja

Freyja Sigurgeirsdóttir er með MA próf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Samhliða námi vann Freyja hjá umboðsmanni barna og í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Í náminu hefur hún sérhæft sig í stjórnsýslurétti og barnarétti

Freyja hefur góða þekkingu á lagaumhverfi hins opinbera og hefur öðlast reynslu af stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga í störfum sínum fyrir sveitarstjórnarráðuneytið, hjá umboðsmanni barna og í verkefnum hjá RR ráðgjöf.

Freyja er með netfangið freyja@rrradgjof.is

gunnar

Gunnar Úlfarsson er útskrifaður hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur nýverið lokið meistaranámi í hagfræði og fjármálum við St Andrews háskóla í Skotlandi. Gunnar hefur starfað sem stundakennari innan hagfræðideildar Háskóla Íslands og hefur reynslu af samkeppnis- og samrunamálum úr starfi hjá Samkeppniseftirlitinu.

Gunnar leggur áherslu á hagræna greiningu vandamála með tölulegri greiningu og nýtingu rauntímagagna til skilvirkar ákvarðanatöku.

Gunnar er með netfangið gunnar@rrradgjof.is

Sunna

Sunna Rúnarsdóttir er viðskiptafræðingur með meistarapróf frá Háskólanum í Árósum, en í náminu lagði hún áherslu á stefnumótun og breytingastjórnun. Sunna hefur starfað sem stundakennari hjá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Sunna hefur góða þekkingu á þeim ávinningi og áskorunum sem breytingarnar geta haft í för með sér og hvernig hægt er að stuðla að faglegum og skilvirkum breytingaferlum. Sunna hefur einnig reynslu í greiningu og uppsetningu gagna.

Sunna er með netfangið sunna@rrradgjof.is

rr-logo-03

VERKEFNIN

RR ráðgjöf er ráðgjafafyrirtæki með sérþekkingu á stjórnsýslu, rekstri og málefnum sveitarfélaga. RR ráðgjöf sinnir verkefnum sem varða stjórnsýslu, stjórnun, rekstur og stefnumótun. Við stærri verkefni, eða verkefni sem krefjast sérþekkingar sem við búum ekki yfir, hefur RR ráðgjöf sett saman hóp sérfræðinga úr öðrum greinum. Samstarfsaðilar RR ráðgjafar eru á sviði félagsráðgjafar, lögfræði, fjármála, vinnusálfræði, verkfræði, almannatengsla og arkitekturs. Samstarf er við Elínu Elísabetu teiknara um heimildateikningu á stefnumótunarfundum.

Dæmi um verkefni.

 • Stefnumótun og innleiðing breytinga
 • Verkefnastjórn og ráðgjöf
 • Sameining sveitarfélaga á öllum stigum
 • Innleiðing breytinga vegna nýrra laga um samþætta þjónustu til farsældar fyrir börn og fjölskyldur
 • Rekstrarráðgjöf og úttektir
 • Gerð stofnskjala og samninga
 • Námskeiðahald fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk um stjórn og starfsumhverfi sveitarfélaga
 • Ráðstefnustjórn
 • Aðstoð við samskipti við stjórnvöld
 • Stjórnandi og ráðgjafi í tímabundnum verkefnum hjá sveitarfélögum

VIÐSKIPTAVINIR

Flestir viðskiptavina RR ráðgjafar eru sveitarfélög og fyrirtæki í eigu sveitarfélaga, stjórnarráð Íslands og stofnanir ríkisins. RR ráðgjöf hefur unnið verkefni fyrir rúmlega 70% sveitarfélaga á Íslandi.

Meðal viðskiptavina eru:

 • Akraneskaupstaður
 • Akureyrarbær
 • AtVest
 • Bergrisi bs. Málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi
 • Eyþing, samtök sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum
 • Félags- og barnamálaráðuneytið
 • Fjölbrautaskóli Suðurnesja
 • Fjórðungssamband Vestfirðinga
 • Hafnarfjarðarbær
 • Húnaþing vestra
 • HS Orka hf.
 • Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
 • Múlaþing
 • Norðurþing
 • Reykjanesbær
 • Reykjavíkurborg
 • Samtök Sjávarútvegssveitarfélaga
 • Suðurnesjabær
 • Svalbarðsstrandarhreppur
 • Sv. Árborg
 • Sv. Vogar
 • Sv. Skagafjörður
 • Sv. Ölfus
 • Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja
 • Tálknafjarðarhreppur
 • Vestfjarðastofa
 • Þingeyjarsveit
 • Vopnafjarðarhreppur

HAFA SAMBAND

NETFANG

robert@rrradgjof.is

RR ráðgjöf ehf.

kt. 611118-1040

SÍMI

649-5535

Skipholt 25

105 Reykjavík